Ferill 459. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1157 – 459. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðríði Þorsteinsdóttur frá heil brigðis- og tryggingamálaráðuneyti.
    Umsagnir bárust nefndinni frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, land læknisembættinu, Læknafélagi Íslands og Tryggingastofnun ríkisins. Umsagnir voru almennt mjög jákvæðar í garð frumvarpsins.
    Frumvarpið felur í sér heimild fyrir Tryggingastofnun ríkisins til að endurgreiða þeim sjúklingum sem leituðu til sérfræðinga sem sagt höfðu sig af samningi við stofnunina sl. haust. Skilyrði fyrir endurgreiðslu er að sjúklingur framvísi fullnægjandi reikningi og að við komandi sérfræðingur hafi endurnýjað samning sinn við Tryggingastofnun ríkisins. Með full nægjandi reikningi er átt við númeraðan reikning þar sem fram koma upplýsingar um hvaða verk var unnið og hvenær, nafn læknis og sjúklings. Nefndin leggur til eina breytingu á frum varpinu þannig að einnig fái endurgreiðslu sjúklingar sem leitað hafa til sérfræðinga sem hafa hætt rekstri sem sjálfstætt starfandi sérfræðingar og hafa því ekki endurnýjað samning sinn við Tryggingastofnun ríkisins.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með svofelldri

BREYTINGU:


    Á eftir 2. efnismálsl. 1. gr. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi sérfræðingur ekki end urnýjað samning sinn af þeim sökum að hann hafi hætt rekstri sem sjálfstætt starfandi sér fræðingur skal þó heimilt að endurgreiða sjúklingum hans samkvæmt framansögðu.

Alþingi, 6. apríl 1998.



Össur Skarphéðinsson,


form., frsm.


Siv Friðleifsdóttir.



Ásta R. Jóhannesdóttir.




Guðni Ágústsson.



Guðmundur Hallvarðsson.



Margrét Frímannsdóttir.



Sólveig Pétursdóttir.



Sigríður A. Þórðardóttir.



Lára Margrét Ragnarsdóttir.